top of page

Miðhálendi Íslands

Seinni annar verkefni

Miðhálendi Íslands er ráðstefna sem er byggð á raunverulegu efni. Þessi ráðstefna er ímyndunarráðstefna sem var stórt verkefni á seinni önn í grafískri miðlun.


Mér þykir voða vænt um Ísland, sérstaklega miðhálendi Íslands, þar sem landsvæðið er svo fallegt. Þess vegna langaði mig að hanna gögn fyrir ráðstefnu um stofnun miðhálendisþjóðgarðs.


Græni liturinn varð auðvitað fyrir valinu. Mig langaði ekki að hafa of sterkan lit, það þarf nú að vera auðvelt fyrir augun að skoða dagskránna. Grafíkin sem er á öllum gögnum lítur út fyrir að vera fjallslínur á landakorti.

Einnig hannaði ég kennimerki fyrir ímyndunarsamtök sem héldu ráðstefnuna, hugmyndin á bak við kennimerkið er hálendi Íslands. Eyrarrósin vex aðallega á hálendi Íslands og mig langaði að nota þetta fallega blóm í kennimerkinu.

Einnig hannaði ég líka app fyrir ráðstefnuna.

Samband íslenskrar náttúru

Til­gangur sam­takanna er að vernda náttúru og sögu, við­haldi frið­lýstra svæða, fjölga og stækka frið­lýst svæði og varð­veita þjóð­lendur Íslands.

Miðhálendi Íslands

Stofnun mið­há­lendis­þjóð­garðs gæti orðið stærsta fram­lag fyrr og síðar til náttúru­verndar á Ís­landi. Þjóðgarðurinn gæti orðið sá stærsti í Evrópu, um 40% landsins, nái fyrir­liggjandi til­lögur fram að ganga. Mið­há­lendið þykir ein­stakt frá náttúrunnar hendi og innan þess er mikill fjöldi náttúru- og menningar­minja og svæða sem njóta verndar að ein­hverju leyti. 

Stofnun mið­há­lendis­þjóð­garðs mun efla at­vinnulíf, stuðla að heil­næmri út­ivist al­mennings, vernda náttúru og sögu, endur­heimta vist­kerfi og varð­veita þjóð­lendur sem sam­eign íslensku þjóð­arinnar.

Byggja þarf upp kjarna­starf­semi sem fylgt getur eftir aukinni á­herslu á vernd há­lendisins sam­hliða sjálf­bærri nýtingu sem rúmast innan verndar­svæða.

bottom of page